Frakkar hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 10:30 Frakkar hafa verið fjölmennir á vetrarólympíuleikum. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira