Móðir, náttúra og vítahringur sköpunar Tómas Valgeirsson skrifar 21. september 2017 12:45 Allur tilfinningaskalinn fær að njóta sín hjá Jennifer Lawrence. mother! Leikstjóri: Darren Aronofsky Framleiðendur: Scott Franklin, Ari Handel Handrit: Darren Aronofsky Kvikmyndataka: Matthew Libatique Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Javier Bardem Hann Darren Aronofsky er ekki beinlínis þekktur fyrir það að fara pent í hlutina, sama hvaða verkefni hann tekur að sér. Flestar ef ekki allar myndir hans eru ágengar, grafalvarlegar, hugmyndadrifnar og hafa að einhverju leyti snúist um persónur sem haldnar eru vissri þráhyggju sem seinna meir setur líf þeirra á hliðina eða leiðir til sjálfseyðileggingar. Skilaboðin eru yfirleitt mjög augljós í Aronofsky-myndum en það er sama hvort viðkomandi kann að meta manninn sem leikstjóra eða ekki, það er erfitt að neita því að hvert verk frá honum feli í sér talsvert hugrekki og skilji eitthvað eftir sig. Það er því óvenju mikið sagt að mother! (já, með lágstaf og upphrópunarmerki víst) sé það djarfasta og svartasta sem Aronofsky hefur hingað til komið sér út í; mynd sem er nánast í eðli sínu hönnuð til þess að fæla meirihluta fólks frá, en gerð til þess að skapa umræður. Á einn veg er þetta ein metnaðarfyllsta og brjálaðasta mynd leikstjórans til þessa og á annan sú allra persónulegasta og hreinskilnasta. Myndin segir frá ónefndu pari á afskekktum stað, sem er einnig ónefndur. Maðurinn er skáld og plagaður af ritstíflu en konan bjartsýn og umhyggjusöm húsfreyja. Hlutirnir virðast samt í fyrstu vera nokkuð rólegir (þó fjarri því að vera „eðlilegir“) en öll tilveran breytist með komu óvæntra gesta. Fyrr en varir fjölgar hratt í mannskapnum og þegar allt fer að flæða út um dyr fer heimur húsfreyjunnar í rúst, á biblíulegan mælikvarða, ef svo má segja. Mikilvægt er að hafa það strax í huga að myndin er öll ein gríðarstór myndlíking, og þrátt fyrir að tilfinningarnar séu jarðbundnar og eflaust viðtengjanlegar fyrir einhverja, er ekki ætlast til þess að allt sé tekið bókstaflega. Þetta er ekki saga um persónur, heldur erkitýpur og augljósar staðalmyndir fyrir þemun og hugmyndirnar sem sóst er eftir. Smám saman fer myndin að spilast út eins og abstrakt martröð, og finna má fyrir áhrifum frá David Lynch og sérstaklega Roman Polanski, þó svo að útkoman sé algerlega einstök í sjálfri sér. Leikstjórinn nær allavega að vinna fyrir þessu upphrópunarmerki í titlinum. Aronofsky heldur aldeilis ekki aftur af neinu og hefur margt í huga með mother! Fyrst og fremst höfum við hér grimma og súrrealíska skilaboðasögu sem hefur sitt að segja um sköpun, móður jörð, átrúnaðargoð, frægð, verstu eðlishvatir mannsins og hvernig eitt einhliða ástarsamband getur rýrnað með eitruðum hætti – svo aðeins eitthvað sé nefnt. Eins og það sé ekki nóg er þetta í senn eitt furðulegasta „rímix“ af gamla testamentinu og nýja sem fyrirfinnst. Eftir stendur annars vegar frambærilegur og vandaður sálfræðihrollur en hið óvænta er að þarna undir yfirborðinu leynist líka sótsvört kómedía (án gríns). Á komandi árum mun fólk deila stíft um það hvort þetta sé lokkandi, martraðarkennt og bitastætt meistarastykki eða argasta sorp sem búið er að sósa upp úr mikilli tilgerð. mother! er annars ekki bara fyrsta myndin frá Aronofsky sem notast ekki við tónlist frá snillingnum Clint Mansell, heldur sú fyrsta sem leikstjórinn gerir án stefja yfirhöfuð. Upphaflega var það Jóhann Jóhannsson sem vann að tónlistinni áður en ákveðið var að sleppa henni. Ákvörðun þessi reyndist vera mjög skörp. Hvaða tónlist sem er hefði getað gert myndina meira yfirþyrmandi og trúlega fullmaníska. Rammarnir lýsa sér meira eða minna sjálfir og öll óþægindin rísa með hjálp frá fyrirtaks hljóðvinnslu, faglegri klippingu, stórglæsilegri kvikmyndatöku frá hinum fasta tökumanni leikstjórans, Matthew Libatique, og ekki síst gallalausum leiktilþrifum frá Jennifer Lawrence, enda er öll sagan sögð frá hennar sjónarhorni og tökustíllinn í takt við það. Lawrence hefur tekið að sér krefjandi rullu þar sem nærri því allur tilfinningaskalinn fær að njóta sín í linnulausum nærmyndum. Hvernig stórstjarnan sprengir sig andlega út í seinni hluta sögunnar gerir hann þeim mun átakanlegri. Eymdin, sakleysið og örvæntingin er trúverðug og rúmlega það. Svo er það Javier Bardem, sem er firnasterkur og áhorfandinn veit sjaldan hvar hann hefur karakterinn. Bardem er hlýr í smáskömmtum en oftast fjarlægur, stundum jafnvel ógnandi. Ed Harris og Michelle Pfeiffer bregður einnig fyrir í mikilvægum aukahlutverkum og stimpla sig sem dularfullar, skemmtilegar og sérlega minnisstæðar viðbætur. Ákvörðunarstaður framvindunnar er fyrirsjáanlegur en ferðin þangað er samt óljós. Að sjálfsögðu fer það varla á milli mála að ýmsar senur gætu gengið hressilega fram af fólki, minnst tvær. mother! er náttúrulega ekki gerð til þess að vekja mild viðbrögð en Aronofsky er heldur ekki eingöngu að þessu til að ögra eða predika. Skilaboðin eru einföld en úrvinnslan er marglaga og einlæg í því hvernig myndmáli og tilfinningum er háttað, og heildarpakkinn er eitthvað sem fólk getur túlkað á mismunandi hátt. Það má vissulega deila um það hvort Aronofsky sé að reyna að troða of miklu inn eða ganga fulllangt með hið augljósa en þegar rússíbanareiðin er svona kjörkuð, hvöss, úthugsuð og dáleiðandi í geðveikinni er erfitt að hafa augun af skjánum. Hér er ekki neitt „elsku mamma“. Niðurstaða: Dirfskufull, eftirminnileg, umræðuverð og snarklikkuð kvikmynd í orðsins fyllstu merkingu. Það er lítið pláss fyrir milliveg, fólk annaðhvort fyrirlítur eða fílar hana í klessu. Undirritaður er í seinni hópnum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
mother! Leikstjóri: Darren Aronofsky Framleiðendur: Scott Franklin, Ari Handel Handrit: Darren Aronofsky Kvikmyndataka: Matthew Libatique Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Javier Bardem Hann Darren Aronofsky er ekki beinlínis þekktur fyrir það að fara pent í hlutina, sama hvaða verkefni hann tekur að sér. Flestar ef ekki allar myndir hans eru ágengar, grafalvarlegar, hugmyndadrifnar og hafa að einhverju leyti snúist um persónur sem haldnar eru vissri þráhyggju sem seinna meir setur líf þeirra á hliðina eða leiðir til sjálfseyðileggingar. Skilaboðin eru yfirleitt mjög augljós í Aronofsky-myndum en það er sama hvort viðkomandi kann að meta manninn sem leikstjóra eða ekki, það er erfitt að neita því að hvert verk frá honum feli í sér talsvert hugrekki og skilji eitthvað eftir sig. Það er því óvenju mikið sagt að mother! (já, með lágstaf og upphrópunarmerki víst) sé það djarfasta og svartasta sem Aronofsky hefur hingað til komið sér út í; mynd sem er nánast í eðli sínu hönnuð til þess að fæla meirihluta fólks frá, en gerð til þess að skapa umræður. Á einn veg er þetta ein metnaðarfyllsta og brjálaðasta mynd leikstjórans til þessa og á annan sú allra persónulegasta og hreinskilnasta. Myndin segir frá ónefndu pari á afskekktum stað, sem er einnig ónefndur. Maðurinn er skáld og plagaður af ritstíflu en konan bjartsýn og umhyggjusöm húsfreyja. Hlutirnir virðast samt í fyrstu vera nokkuð rólegir (þó fjarri því að vera „eðlilegir“) en öll tilveran breytist með komu óvæntra gesta. Fyrr en varir fjölgar hratt í mannskapnum og þegar allt fer að flæða út um dyr fer heimur húsfreyjunnar í rúst, á biblíulegan mælikvarða, ef svo má segja. Mikilvægt er að hafa það strax í huga að myndin er öll ein gríðarstór myndlíking, og þrátt fyrir að tilfinningarnar séu jarðbundnar og eflaust viðtengjanlegar fyrir einhverja, er ekki ætlast til þess að allt sé tekið bókstaflega. Þetta er ekki saga um persónur, heldur erkitýpur og augljósar staðalmyndir fyrir þemun og hugmyndirnar sem sóst er eftir. Smám saman fer myndin að spilast út eins og abstrakt martröð, og finna má fyrir áhrifum frá David Lynch og sérstaklega Roman Polanski, þó svo að útkoman sé algerlega einstök í sjálfri sér. Leikstjórinn nær allavega að vinna fyrir þessu upphrópunarmerki í titlinum. Aronofsky heldur aldeilis ekki aftur af neinu og hefur margt í huga með mother! Fyrst og fremst höfum við hér grimma og súrrealíska skilaboðasögu sem hefur sitt að segja um sköpun, móður jörð, átrúnaðargoð, frægð, verstu eðlishvatir mannsins og hvernig eitt einhliða ástarsamband getur rýrnað með eitruðum hætti – svo aðeins eitthvað sé nefnt. Eins og það sé ekki nóg er þetta í senn eitt furðulegasta „rímix“ af gamla testamentinu og nýja sem fyrirfinnst. Eftir stendur annars vegar frambærilegur og vandaður sálfræðihrollur en hið óvænta er að þarna undir yfirborðinu leynist líka sótsvört kómedía (án gríns). Á komandi árum mun fólk deila stíft um það hvort þetta sé lokkandi, martraðarkennt og bitastætt meistarastykki eða argasta sorp sem búið er að sósa upp úr mikilli tilgerð. mother! er annars ekki bara fyrsta myndin frá Aronofsky sem notast ekki við tónlist frá snillingnum Clint Mansell, heldur sú fyrsta sem leikstjórinn gerir án stefja yfirhöfuð. Upphaflega var það Jóhann Jóhannsson sem vann að tónlistinni áður en ákveðið var að sleppa henni. Ákvörðun þessi reyndist vera mjög skörp. Hvaða tónlist sem er hefði getað gert myndina meira yfirþyrmandi og trúlega fullmaníska. Rammarnir lýsa sér meira eða minna sjálfir og öll óþægindin rísa með hjálp frá fyrirtaks hljóðvinnslu, faglegri klippingu, stórglæsilegri kvikmyndatöku frá hinum fasta tökumanni leikstjórans, Matthew Libatique, og ekki síst gallalausum leiktilþrifum frá Jennifer Lawrence, enda er öll sagan sögð frá hennar sjónarhorni og tökustíllinn í takt við það. Lawrence hefur tekið að sér krefjandi rullu þar sem nærri því allur tilfinningaskalinn fær að njóta sín í linnulausum nærmyndum. Hvernig stórstjarnan sprengir sig andlega út í seinni hluta sögunnar gerir hann þeim mun átakanlegri. Eymdin, sakleysið og örvæntingin er trúverðug og rúmlega það. Svo er það Javier Bardem, sem er firnasterkur og áhorfandinn veit sjaldan hvar hann hefur karakterinn. Bardem er hlýr í smáskömmtum en oftast fjarlægur, stundum jafnvel ógnandi. Ed Harris og Michelle Pfeiffer bregður einnig fyrir í mikilvægum aukahlutverkum og stimpla sig sem dularfullar, skemmtilegar og sérlega minnisstæðar viðbætur. Ákvörðunarstaður framvindunnar er fyrirsjáanlegur en ferðin þangað er samt óljós. Að sjálfsögðu fer það varla á milli mála að ýmsar senur gætu gengið hressilega fram af fólki, minnst tvær. mother! er náttúrulega ekki gerð til þess að vekja mild viðbrögð en Aronofsky er heldur ekki eingöngu að þessu til að ögra eða predika. Skilaboðin eru einföld en úrvinnslan er marglaga og einlæg í því hvernig myndmáli og tilfinningum er háttað, og heildarpakkinn er eitthvað sem fólk getur túlkað á mismunandi hátt. Það má vissulega deila um það hvort Aronofsky sé að reyna að troða of miklu inn eða ganga fulllangt með hið augljósa en þegar rússíbanareiðin er svona kjörkuð, hvöss, úthugsuð og dáleiðandi í geðveikinni er erfitt að hafa augun af skjánum. Hér er ekki neitt „elsku mamma“. Niðurstaða: Dirfskufull, eftirminnileg, umræðuverð og snarklikkuð kvikmynd í orðsins fyllstu merkingu. Það er lítið pláss fyrir milliveg, fólk annaðhvort fyrirlítur eða fílar hana í klessu. Undirritaður er í seinni hópnum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira