Ólympíuleikarnir í Suður Kóreu eftir aðeins fimm mánuði | Ekkert plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 12:30 Verðlaunapeningarnir í Pyeongchang á næsta ári. Vísir/Getty Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn