Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 23:50 Metanísblöðin mynda hrjúft yfirborð á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á. Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á.
Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira