Finnur Freyr um Jón Arnór: Vitum meira eftir segulómskoðun í fyrramálið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 19:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira