Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2017 21:00 761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45