Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2017 08:15 Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04