Ágætt dæmi um það er nýr bíll Daihatsu sem fyrirtækið ætlar að kynna seinna í mánuðinum á Tokyo Motor Show, en hann ber nafnið DN Compagno. Þessi smái bíll er með 1,0 lítra vél með forþjöppu, en mun einnig fást með 1,2 lítra vél með Hybrid kerfi.
Útlit bílsins minnir mjög á bíla sem framleiddir voru á sjöunda áratug síðustu aldar, en það á sko alls ekki við innréttinguna, sem er mjög nútímaleg með stórum stafrænum skjám og hlaðinn nýjustu tækni. Stýri bílsins er klætt leðri og saumað saman með rauðum þræði og ferlega sportlegt. Svona litlir bílar frá Daihatsu eru aðallega ætlaðir á heimamarkaði í Japan og lágverðssvæði, enda ódýrir mjög.
