Gengið á vegg Magnús Guðmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauðsynlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum. Einhverjum kann að þykja þetta stór orð en eftirleikur atburða mánudagsins sýna svo ekki verður um villst að svo er ekki. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag mátt horfa upp á hvert málið á fætur öðru þar sem hagsmunir starfandi stjórnmálamanna og fjármála skarast með óeðlilegum hætti. Án ábyrgra fjölmiðla sem treysta á stjórnarskrárbundið málfrelsi er viðbúið að ekkert þessara mála hefði litið dagsins ljós. Við getum rétt reynt að gera okkur það í hugarlund hver staðan væri í íslenskum stjórnmálum í dag ef lögbann hefði verið sett á umfjallanir fjölmiðla sem byggðu á Panamaskjölunum svo dæmi sé tekið. Það er í það minnsta óhætt að hún væri vægast sagt önnur en hún er í dag vegna þess að upplýsingar eru grundarvallarforsenda almennings fyrir ákvarðanatöku, afstöðu og trausti til valdsins. Vald sem hefur eitthvað að fela og vill þannig stjórna fortíðinni er varasamt og ekki traustsins vert. Þetta vita fjölmiðlar og þetta veit almenningur enda var það fyrst og fremst leyndarhyggja sem varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. En nú vandast málið, ekki vegna þess að núverandi ríkisstjórn er þegar fallin, heldur vegna þess að nú er ekki lengur þjóðkjörið vald á ferð heldur skipað. Það eru lögfræðingar á fullnustusviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem meðhöndla lögbannsbeiðnina frá Glitni HoldCo. Embættinu sjálfu gegnir Þórólfur Halldórsson, hann var skipaður af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sama flokk. Stundin hefur flutt fréttir af fjármálaumsvifum Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans í aðdraganda þess að bankarnir féllu og öllum er okkur kunnugt um óánægju stuðningsmanna hans með þennan fréttaflutning. Vandinn er að með embættisvæðingu þöggunarinnar gengur almenningur á vegg. Lögbannið leiðir til þess að upplýsingar fá ekki að koma í fram í dagsljósið og enn myndast gjá á milli valds og þjóðar. Þjóðar sem hefur þroskast og lætur ekki lengur bjóða sér heimatilbúinn hálfsannleik eða þögn þar til málið er gengið yfir. Eitthvað sem stjórnmálunum og embættismannakerfinu á Íslandi gengur óendanlega illa að átta sig á eins og allt of mörg dæmi sanna. Við slíkt verður ekki lengur búið og því hlýtur það að vera skýlaus krafa allra sem láta sig varða tjáningarfrelsi og lýðræði þjóðarinnar að þetta glórulausa lögbann verði afturkallað strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauðsynlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum. Einhverjum kann að þykja þetta stór orð en eftirleikur atburða mánudagsins sýna svo ekki verður um villst að svo er ekki. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag mátt horfa upp á hvert málið á fætur öðru þar sem hagsmunir starfandi stjórnmálamanna og fjármála skarast með óeðlilegum hætti. Án ábyrgra fjölmiðla sem treysta á stjórnarskrárbundið málfrelsi er viðbúið að ekkert þessara mála hefði litið dagsins ljós. Við getum rétt reynt að gera okkur það í hugarlund hver staðan væri í íslenskum stjórnmálum í dag ef lögbann hefði verið sett á umfjallanir fjölmiðla sem byggðu á Panamaskjölunum svo dæmi sé tekið. Það er í það minnsta óhætt að hún væri vægast sagt önnur en hún er í dag vegna þess að upplýsingar eru grundarvallarforsenda almennings fyrir ákvarðanatöku, afstöðu og trausti til valdsins. Vald sem hefur eitthvað að fela og vill þannig stjórna fortíðinni er varasamt og ekki traustsins vert. Þetta vita fjölmiðlar og þetta veit almenningur enda var það fyrst og fremst leyndarhyggja sem varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. En nú vandast málið, ekki vegna þess að núverandi ríkisstjórn er þegar fallin, heldur vegna þess að nú er ekki lengur þjóðkjörið vald á ferð heldur skipað. Það eru lögfræðingar á fullnustusviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem meðhöndla lögbannsbeiðnina frá Glitni HoldCo. Embættinu sjálfu gegnir Þórólfur Halldórsson, hann var skipaður af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sama flokk. Stundin hefur flutt fréttir af fjármálaumsvifum Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans í aðdraganda þess að bankarnir féllu og öllum er okkur kunnugt um óánægju stuðningsmanna hans með þennan fréttaflutning. Vandinn er að með embættisvæðingu þöggunarinnar gengur almenningur á vegg. Lögbannið leiðir til þess að upplýsingar fá ekki að koma í fram í dagsljósið og enn myndast gjá á milli valds og þjóðar. Þjóðar sem hefur þroskast og lætur ekki lengur bjóða sér heimatilbúinn hálfsannleik eða þögn þar til málið er gengið yfir. Eitthvað sem stjórnmálunum og embættismannakerfinu á Íslandi gengur óendanlega illa að átta sig á eins og allt of mörg dæmi sanna. Við slíkt verður ekki lengur búið og því hlýtur það að vera skýlaus krafa allra sem láta sig varða tjáningarfrelsi og lýðræði þjóðarinnar að þetta glórulausa lögbann verði afturkallað strax.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun