Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2017 21:51 Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20