Mest seldi smábíllinn í Evrópu
Ford Fiesta er lipur og aukinn krafturinn gerir aksturinn enn ánægjulegri. Einkenni Ford Fiesta eru ríkulegur staðalbúnaður, hagstætt verð og lágur rekstrarkostnaður. Fiesta höfðar jafnt til þeirra sem meta akstursánægju og öryggis mikils og þeirra sem velja fyrst og fremst sparneytni en þar hefur Ecoboost verðlaunavélin komið vel út. Það er ekki tilviljun að Ford Fiesta hefur til margra ára verið mesti seldi smábílinn í Evrópu.
Fjórar útfærslur og ríkulegur staðalbúnaður
Ford Fiesta er fáanlegur í fjórum útfærslum og er í öllum tilfellum ríkulega búinn. Fiesta er með upphitanlegri framrúðu sem gerir það að verkum að ökumaður þarf aldrei að skafa, Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks, veglínuskynjara og Ford My Key sem getur takmarkað hámarkshraða, t.d fyrir unga og óreynda ökumenn. Ford Fiesta kostar frá 2.250.000 krónum.
