Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun í norðausturhluta Sýrlands. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. BBC greinir frá.
Yfir 80 létust í árásinni þann 4. apríl síðastliðinn þegar saríngasi var varpað á sýrlenska bæinn Khan Sheikhun. Vígasveitir hins svokallaða íslamska ríkis höfðu náð yfirráðum yfir bænum þegar árásin var gerð.
„Skýrslan í dag staðfestir það sem við höfum lengi vitað að er satt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum en skýrslan var unnin í samvinnu við Efnavopnastofnunina, OPCW.
Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina en hann hefur ítrekað fullyrt að hún sé tilbúningur.
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni

Tengdar fréttir

Sameinuðu þjóðirnar: Sýrlandsstjórn bar ábyrgð á eiturefnaárásinni í Khan Sheikhun
Að minnsta kosti 87 manns létu lífið í árásinni í apríl, þar af 31 barn. Saríngasi var beitt í árásinni.

Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi
Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.