Anníe Mist um styrk Evrópuliðsins í crossfit: Það hjálpar að við séum þrjú frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir mun keppa fyrir hönd Evrópu í liðakeppni heimsleikana í crossfit og hún var í viðtali á Twitter-síðu The CrossFit Games þar sem hún ræddi meðal um endurkomu sína í hóp bestu crossfit kvenna heims. Anníe Mist vann heimsleikana tvö ár í röð frá 2011 og 2012 og fékk síðan silfur 2010 og 2014. Hún hafði hinsvegar glímt við meiðsli og náði ekki sínu besta fram á heimsleikunum 2015 og 2016. Anníe Mist átti aftur á móti frábæra endurkomu á síðustu heimsleikum í ágúst þar sem hún vann bronsverðlaun og komst því um leið í fimmta sinn á pall á móti bestu crossfitara heims. Því hefur engin önnur kona náð.Let's go for a walk with the third-fittest woman on Earth @IcelandAnniepic.twitter.com/FoVgVqFCXu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 15, 2017 „Mér fannst ég vera klár líkamlega árin 2015 og 2016. Ég gat ekki stjórnað því sem gerðist árið 2015 og þurfti að hætta keppni,“ sagði Anníe Mist sem fékk þá hitaslag vegna hita og vökvataps. „Árið 2016 var ég í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í en ég held að ég hafi ekki verið komin í gegnum það andlega sem gerðist árið á undan. Ég var svo hrædd um að það sama gæti komið fyrir aftur,“ segir Anníe Mist í viðtalinu. „Ég komst loksins í gegnum þetta í ár. Mér fannst ég aldrei vera ekki nógu góð til að standa mig eða komast á pall þessi tvö ár. Þetta var bara eitthvað sem ég hafði ekki stjórn á,“ segir Anníe Mist. Caption this #meaningfulfistbump Moment captured by @heber_cannon A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 23, 2017 at 2:01pm PDT Spyrillinn fékk Anníe Mist til að bera saman keppnisstaði heimsleikana sem fluttu frá Karólínuríki í ár og fóru nú fram í Madison í Wisconsin. „Mér finnst frábært að ég hafi fengið að prófa þrjá mismunandi keppnisstaði á heimsleikunum,“ segir Anníe Mist sem segir að það hafi verið gott að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á litlum leikvangi en það hafi síðan verið risastórt skref að fara á stóra leikvanginn í Carson í Kaliforníu. „Það var frábært að skipta yfir til Madison. Ég á margar frábærar minningar frá Kaliforníu en ég á líka nokkrar slæmar. Það var mjög gott fyrir mig að komast á nýjan stað og byrja með hreinan skjöld. Mér fannst líka öll borgin í Madison vera á kafi í leikunum,“ sagði Anníe Mist. Every day is a new opportunity to get better, get closer to your goal no matter what it is. Just gotta be willing to put in the work #getbettereveryday Photo by @martsromero A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 17, 2017 at 7:22am PDT Evrópska liðið hefur titil að verja á CrossFit Invitational en hvað gerir evrópska liðið svona sterkt? „Við erum með frábæran hóp af íþróttamönnum en við þekkjum hvert annað líka vel. Við höfum keppt saman áður og svo eru þrjú okkar frá Íslandi. Ég er ekki vafa um að við eigum góða möguleika á að vinna í ár. Við erum líka öll ekki að stressa okkur mikið á hlutunum og hvetjum líka hvert annað,“ sagði Anníe Mist en með henni í Evrópuliðinu eru þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Jason Smith. Samantha Briggs þjálfar liðið.The Europe Team for the 2017 CrossFit Invitational will be comprised of four 2017 Meridian Regional athletes: https://t.co/GtIWk2fBII — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 5, 2017 Hvað er annars næst á dagskrá hjá Anníe Mist? „Ég hugsa vanalega ekki nema eitt ár fram í tímann og veit aldrei hvort ég ætli að mæta á næstu leika eða ekki. Mér leið rosalega vel eftir heimsleikana í ár og líkamlega og andlega er þetta eitt mitt allra besta ár á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist og bætti við: „Ég er enn að þroskast sem íþróttamaður og finnst að ég geti bætti mig ennþá. Þetta er svo jafnt við toppinn sem gerir þetta enn meira spennandi og skemmtilegt. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera á næsta ár. Ég er samt að æfa eins og ég ætla að halda áfram og ætla ekki að stoppa alveg strax. Ég held ekki að ég sé að fara neitt,“ sagði Anníe Mist brosandi. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan..@IcelandAnnie discusses her plans for the 2018 season and the upcoming CrossFit Invitational. pic.twitter.com/ubAiMISobk — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30 Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00 Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00 Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00 Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30 Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir mun keppa fyrir hönd Evrópu í liðakeppni heimsleikana í crossfit og hún var í viðtali á Twitter-síðu The CrossFit Games þar sem hún ræddi meðal um endurkomu sína í hóp bestu crossfit kvenna heims. Anníe Mist vann heimsleikana tvö ár í röð frá 2011 og 2012 og fékk síðan silfur 2010 og 2014. Hún hafði hinsvegar glímt við meiðsli og náði ekki sínu besta fram á heimsleikunum 2015 og 2016. Anníe Mist átti aftur á móti frábæra endurkomu á síðustu heimsleikum í ágúst þar sem hún vann bronsverðlaun og komst því um leið í fimmta sinn á pall á móti bestu crossfitara heims. Því hefur engin önnur kona náð.Let's go for a walk with the third-fittest woman on Earth @IcelandAnniepic.twitter.com/FoVgVqFCXu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 15, 2017 „Mér fannst ég vera klár líkamlega árin 2015 og 2016. Ég gat ekki stjórnað því sem gerðist árið 2015 og þurfti að hætta keppni,“ sagði Anníe Mist sem fékk þá hitaslag vegna hita og vökvataps. „Árið 2016 var ég í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í en ég held að ég hafi ekki verið komin í gegnum það andlega sem gerðist árið á undan. Ég var svo hrædd um að það sama gæti komið fyrir aftur,“ segir Anníe Mist í viðtalinu. „Ég komst loksins í gegnum þetta í ár. Mér fannst ég aldrei vera ekki nógu góð til að standa mig eða komast á pall þessi tvö ár. Þetta var bara eitthvað sem ég hafði ekki stjórn á,“ segir Anníe Mist. Caption this #meaningfulfistbump Moment captured by @heber_cannon A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 23, 2017 at 2:01pm PDT Spyrillinn fékk Anníe Mist til að bera saman keppnisstaði heimsleikana sem fluttu frá Karólínuríki í ár og fóru nú fram í Madison í Wisconsin. „Mér finnst frábært að ég hafi fengið að prófa þrjá mismunandi keppnisstaði á heimsleikunum,“ segir Anníe Mist sem segir að það hafi verið gott að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á litlum leikvangi en það hafi síðan verið risastórt skref að fara á stóra leikvanginn í Carson í Kaliforníu. „Það var frábært að skipta yfir til Madison. Ég á margar frábærar minningar frá Kaliforníu en ég á líka nokkrar slæmar. Það var mjög gott fyrir mig að komast á nýjan stað og byrja með hreinan skjöld. Mér fannst líka öll borgin í Madison vera á kafi í leikunum,“ sagði Anníe Mist. Every day is a new opportunity to get better, get closer to your goal no matter what it is. Just gotta be willing to put in the work #getbettereveryday Photo by @martsromero A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 17, 2017 at 7:22am PDT Evrópska liðið hefur titil að verja á CrossFit Invitational en hvað gerir evrópska liðið svona sterkt? „Við erum með frábæran hóp af íþróttamönnum en við þekkjum hvert annað líka vel. Við höfum keppt saman áður og svo eru þrjú okkar frá Íslandi. Ég er ekki vafa um að við eigum góða möguleika á að vinna í ár. Við erum líka öll ekki að stressa okkur mikið á hlutunum og hvetjum líka hvert annað,“ sagði Anníe Mist en með henni í Evrópuliðinu eru þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Jason Smith. Samantha Briggs þjálfar liðið.The Europe Team for the 2017 CrossFit Invitational will be comprised of four 2017 Meridian Regional athletes: https://t.co/GtIWk2fBII — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 5, 2017 Hvað er annars næst á dagskrá hjá Anníe Mist? „Ég hugsa vanalega ekki nema eitt ár fram í tímann og veit aldrei hvort ég ætli að mæta á næstu leika eða ekki. Mér leið rosalega vel eftir heimsleikana í ár og líkamlega og andlega er þetta eitt mitt allra besta ár á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist og bætti við: „Ég er enn að þroskast sem íþróttamaður og finnst að ég geti bætti mig ennþá. Þetta er svo jafnt við toppinn sem gerir þetta enn meira spennandi og skemmtilegt. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera á næsta ár. Ég er samt að æfa eins og ég ætla að halda áfram og ætla ekki að stoppa alveg strax. Ég held ekki að ég sé að fara neitt,“ sagði Anníe Mist brosandi. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan..@IcelandAnnie discusses her plans for the 2018 season and the upcoming CrossFit Invitational. pic.twitter.com/ubAiMISobk — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30 Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00 Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00 Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00 Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30 Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30
Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00
Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00
Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00
Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30
Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30