Jarðskjálfti af stærð 4,0 mældist í Bárðarbungu klukkan 14:18 í dag. Skjálftans varð vart 6,5 kílómetrum suðaustan af Bárðarbungu á eins kílómetra dýpi. Alls hafa fimm skjálftar mælst í Bárðarbungu í dag en fyrir utan þann af stærðinni 4,0 var einn af af stærðinni 1,5 og hinir minni.
