Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2017 19:15 Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31