Eins og „árás“ hafi verið gerð á húsið Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 14:24 Skemmdirnar urðu miklar. Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu. Veður Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu.
Veður Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira