Mettap hjá Tesla og 3 mánaða seinkun Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent