James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Svona leit Jökulsárlón út árið 1984 eins og sést í þessum ramma úr James Bond-kvikmyndinni A View to a Kill. Eon Productions Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31