Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Carles Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli en snýr ekki strax heim. vísir/afp Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira