Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 13:29 Carola, Zara Larsson og Robyn skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Getty 1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni. Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni.
Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10