Þurfum að horfa til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 06:30 Viðar Örn Hafsteinsson. vísir/anton „Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
„Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira