Næsta Bjalla rafmögnuð og afturhjóladrifin Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 15:34 Gamla Bjallan markaði tímamót og næsta gerð hennar gæti einnig gert það. Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent