Næsta Bjalla rafmögnuð og afturhjóladrifin Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 15:34 Gamla Bjallan markaði tímamót og næsta gerð hennar gæti einnig gert það. Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Í höfuðstöðvum Volkswagen hefur framtíð Bjöllunnar verið til umræðu uppá síðkastið og líklegast þykir að næsta kynslóð hennar verði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Að auki yrði hún afturhjóladrifin líkt og þegar hún fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1938. Núna er vélin frammí Bjöllunni og drifið einnig að framan. Ef að Bjallan verður rafmagnsdrifin yrði hún örugglega afturhjóladrifin og með því haldið í gamla hefð og akstursánægjan aukin í leiðinni. Bílarisinn Volkswagen ætlar að kynna 30 nýjar gerðir bíla sem drifnir verða rafmagni á næstu 10 árin og því alls ekki skrítið ef Bjallan yrði einn þeirra, í stað þess að láta þessa goðsögn á meðal bíla syngja alfarið sitt skeið. Bjallan gekk í endurnýjun lífdaga árið 1997 og er nú af þriðju kynslóð síðan þá, en fjórða kynslóðin verður líklega þeirra mest stefnumarkandi ef í henni verður eingöngu rafmagnsdrifrás.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent