Gamli KR-ingurinn sagði „nei takk“ við Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 11:00 André Hansen. Vísir/EPA Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti