„Næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 21:02 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 18 á morgun. Eins og sjá má er því spáð að mjög hvasst verði víða um land. Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Veður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Veður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira