„Þetta átti ekki að enda svona“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 14:53 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi þegar annað mál var til umfjöllunar. Vísir Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02