Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 10:24 Það tók þrjá tíma fyrir björgunarsveitarmenn að komast upp Holtavörðuheiði frá Hvammstanga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Landsbjorg. Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14