Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 13:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45