Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2017 08:00 Theresa May og Jean Claude Juncker voru hæstánægð á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út. Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út.
Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17
Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent