Róbert Ísak Jónsson setti nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í nótt á Heimsmeistaramóti fatlaðra í 50m laug sem fram fer í Mexíkó.
Róbert varð annar í sundinu og vann þar með sín önnur silfurverðlaun á mótinu. Hann var í harðri baráttu við Bandaríkjamanninn Lawrence Sapp um gullið, en munurinn á þeim var talinn í sekúndubrotum.
Nýtt Íslandsmet Róberts er 1:06.99 mínútu, en fyrra metið átti hann sjálfur. Það setti hann í apríl þegar hann synti á 1:07.81. Hann bætti því metið um tæpa sekúndu.
Már Gunnarsson varð sjöundi í úrslitum í 200m fjórsundi og Sonja Sigurðardóttir varð áttunda í úrslitum 50m skriðsunds.
Róbert setti nýtt Íslandsmet
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



