Grískur harmleikur með prakkaralegum snúningi 7. desember 2017 10:15 Myndin er meistaralega vel leikin. NORDICPHOTOS/GETTY Í upphafsskoti myndarinnar The Killing of a Sacred Deer sjáum við opinn skrokk í miðri skurðaðgerð. Hjarta sem slær fyllir út í rammann og með þessu skoti er ekkert verið að spara sekúndurnar. Segja má að þetta marki viðeigandi upphaf og gefi réttan tón; sýnin er undarlega dáleiðandi en í senn óþægileg til lengdar, á sinn hátt kemur þetta miklu til skila varðandi stefnu og þemu sögunnar og sýnir valdið sem skurðlæknirinn hefur yfir því lífi sem hann er bókstaflega með í höndunum. Colin Farrell leikur Steven, fjölskylduföður og skurðlækni sem í upphafi sögunnar virðist vera sáttur við lífið og með hlutina á hreinu. Smám saman kemst til skila að eitthvað er ekki alveg með felldu og spretta upp spurningar um forvitnileg tengsl sem Steven hefur myndað við sextán ára pilt, hinn lokaða og uppáþrengjandi Martin (leikinn af Barry Keoghan). Eftir því sem áhorfandinn fær meira að vita um ásetning og vonir þessa drengs, fer persóna Stevens að skýrast ásamt því sem hann þarf að gera upp við sig, hvað sem það mun kosta hann eða aðra sem standa honum nærri. Gríski leikstjórinn og handritshöfundurinn Yorgos Lanthimos (Dogtooth, The Lobster) fer ekki í felur með sérvisku sína frekar en fyrri daginn. Lanthimos er einkennilegur en mikill fagmaður; ögrandi, súr en frumlegur, eins og fyrri myndir hans hafa sýnt. The Killing of a Sacred Deer er ýkt saga þar sem glímt er við truflandi og manneskjuleg málefni, en á bak við þetta allt saman liggur sótsvört kómík, sem gerir heildina í rauninni ruglaðri og fyrir vikið bitastæðari. Rétt eins og í öðrum myndum leikstjórans er tilfinningalaus stemning allsráðandi. Andrúmsloftið er lágstemmt, á mörkum þess að vera svellkalt, og viðbrögð persóna eru merkilega dauf, en þetta mótar oft skemmtilega hliðstæðu við yfirdrifnari þætti sögunnar og styrkir þá. Það tekur framvinduna sinn tíma að fletta af lögunum og kannski fulllangan tíma að koma sér að efninu, en á heildina litið er handritið vel skrifað og veit Lanthimos oftar en ekki hvenær best er að veita réttu svörin. Notkunin á útvöldum klassískum stefjum gefur líka tóninn fyrir rísandi óþægindin og að sama skapi er kvikmyndatakan sérlega eftirtektarverð að því leyti hvernig áhorfandinn lokast inni í veröld Stevens sem smátt og smátt skreppur saman. Myndavélin svífur í kringum hann eins og guðleg vera á stundum, sem er bara viðeigandi í samhengi sögunnar.Myndin skartar meistaralegum leik frá öllum hliðum. Oft er sagt að því ódýrari sem bíómyndin er, því áreiðanlegri verði Colin Farrell. Í Hollywood-myndum tekst honum örsjaldan að skilja eitthvað eftir sig en í myndum eins og The Lobster og In Bruges er hann aftur á móti framúrskarandi. Í þessari er hann frábær sem hinn ræfilslegi en kyrrláti Steven og fetar glæsilega einstigið á milli þess að vera annars vegar viðkunnanlegur og týpískur en hins vegar ávallt með einhverja dekkri skugga sýnilega. Nicole Kidman vinnur einnig kyrrlátan leiksigur og Barry Keoghan er ógleymanlegur sem hinn ungi Martin. Lanthimos leikur sér taumlaust að myndlíkingum og þemum, og fjallar myndin um eftirsjá, flótta undan ábyrgð og gjörðum og ekki síður hvað það er sem skapar fullkomið fjölskyldumynstur. Til gamans má geta þess að nóg er af tilvísunum í harmsögur Biblíunnar og grískrar goðafræði til að vekja umræður. Titillinn vísar einmitt í söguna af Agamemnon konungi, þegar hann drap fyrir slysni hjartardýr á heilögum velli og þurfti að gjalda fyrir það með blóðtolli. Satt að segja er ýmislegt sem þessi kvikmynd á sameiginlegt með nýjustu mynd Darrens Aronofsky, Mother! Lathimos fer aftur á móti aðeins fínlegar í hlutina heldur en Aronofsky gerði. Sérviska leikstjórans og þessi „tónabræðingur“ hans getur stundum leitt til hallærislegra kafla, en myndin gengur bæði upp í flestu sem hún sýnir og segir frá en sömuleiðis með því sem haldið er óljósu og óræðu. Það finnst sjálfsagt ekki öllum skemmtilegt að horfa á myndir sem eru gerðar til þess að skapa ákveðin óþægindi, en The Killing of a Sacred Deer er markviss, beitt, úthugsuð saga sem kemur sífellt á óvart. Þetta er mynd sem mun fara öfugt í suma á meðan aðrir munu dást að lágstemmdri geðveiki hennar og mögulega glotta yfir henni í fáein skipti.Niðurstaða: Erfið, rugluð en ákaflega frumleg, marglaga og umræðuverð kvikmynd. Colin Farrell ætti helst bara að halda sig við litlu myndirnar. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í upphafsskoti myndarinnar The Killing of a Sacred Deer sjáum við opinn skrokk í miðri skurðaðgerð. Hjarta sem slær fyllir út í rammann og með þessu skoti er ekkert verið að spara sekúndurnar. Segja má að þetta marki viðeigandi upphaf og gefi réttan tón; sýnin er undarlega dáleiðandi en í senn óþægileg til lengdar, á sinn hátt kemur þetta miklu til skila varðandi stefnu og þemu sögunnar og sýnir valdið sem skurðlæknirinn hefur yfir því lífi sem hann er bókstaflega með í höndunum. Colin Farrell leikur Steven, fjölskylduföður og skurðlækni sem í upphafi sögunnar virðist vera sáttur við lífið og með hlutina á hreinu. Smám saman kemst til skila að eitthvað er ekki alveg með felldu og spretta upp spurningar um forvitnileg tengsl sem Steven hefur myndað við sextán ára pilt, hinn lokaða og uppáþrengjandi Martin (leikinn af Barry Keoghan). Eftir því sem áhorfandinn fær meira að vita um ásetning og vonir þessa drengs, fer persóna Stevens að skýrast ásamt því sem hann þarf að gera upp við sig, hvað sem það mun kosta hann eða aðra sem standa honum nærri. Gríski leikstjórinn og handritshöfundurinn Yorgos Lanthimos (Dogtooth, The Lobster) fer ekki í felur með sérvisku sína frekar en fyrri daginn. Lanthimos er einkennilegur en mikill fagmaður; ögrandi, súr en frumlegur, eins og fyrri myndir hans hafa sýnt. The Killing of a Sacred Deer er ýkt saga þar sem glímt er við truflandi og manneskjuleg málefni, en á bak við þetta allt saman liggur sótsvört kómík, sem gerir heildina í rauninni ruglaðri og fyrir vikið bitastæðari. Rétt eins og í öðrum myndum leikstjórans er tilfinningalaus stemning allsráðandi. Andrúmsloftið er lágstemmt, á mörkum þess að vera svellkalt, og viðbrögð persóna eru merkilega dauf, en þetta mótar oft skemmtilega hliðstæðu við yfirdrifnari þætti sögunnar og styrkir þá. Það tekur framvinduna sinn tíma að fletta af lögunum og kannski fulllangan tíma að koma sér að efninu, en á heildina litið er handritið vel skrifað og veit Lanthimos oftar en ekki hvenær best er að veita réttu svörin. Notkunin á útvöldum klassískum stefjum gefur líka tóninn fyrir rísandi óþægindin og að sama skapi er kvikmyndatakan sérlega eftirtektarverð að því leyti hvernig áhorfandinn lokast inni í veröld Stevens sem smátt og smátt skreppur saman. Myndavélin svífur í kringum hann eins og guðleg vera á stundum, sem er bara viðeigandi í samhengi sögunnar.Myndin skartar meistaralegum leik frá öllum hliðum. Oft er sagt að því ódýrari sem bíómyndin er, því áreiðanlegri verði Colin Farrell. Í Hollywood-myndum tekst honum örsjaldan að skilja eitthvað eftir sig en í myndum eins og The Lobster og In Bruges er hann aftur á móti framúrskarandi. Í þessari er hann frábær sem hinn ræfilslegi en kyrrláti Steven og fetar glæsilega einstigið á milli þess að vera annars vegar viðkunnanlegur og týpískur en hins vegar ávallt með einhverja dekkri skugga sýnilega. Nicole Kidman vinnur einnig kyrrlátan leiksigur og Barry Keoghan er ógleymanlegur sem hinn ungi Martin. Lanthimos leikur sér taumlaust að myndlíkingum og þemum, og fjallar myndin um eftirsjá, flótta undan ábyrgð og gjörðum og ekki síður hvað það er sem skapar fullkomið fjölskyldumynstur. Til gamans má geta þess að nóg er af tilvísunum í harmsögur Biblíunnar og grískrar goðafræði til að vekja umræður. Titillinn vísar einmitt í söguna af Agamemnon konungi, þegar hann drap fyrir slysni hjartardýr á heilögum velli og þurfti að gjalda fyrir það með blóðtolli. Satt að segja er ýmislegt sem þessi kvikmynd á sameiginlegt með nýjustu mynd Darrens Aronofsky, Mother! Lathimos fer aftur á móti aðeins fínlegar í hlutina heldur en Aronofsky gerði. Sérviska leikstjórans og þessi „tónabræðingur“ hans getur stundum leitt til hallærislegra kafla, en myndin gengur bæði upp í flestu sem hún sýnir og segir frá en sömuleiðis með því sem haldið er óljósu og óræðu. Það finnst sjálfsagt ekki öllum skemmtilegt að horfa á myndir sem eru gerðar til þess að skapa ákveðin óþægindi, en The Killing of a Sacred Deer er markviss, beitt, úthugsuð saga sem kemur sífellt á óvart. Þetta er mynd sem mun fara öfugt í suma á meðan aðrir munu dást að lágstemmdri geðveiki hennar og mögulega glotta yfir henni í fáein skipti.Niðurstaða: Erfið, rugluð en ákaflega frumleg, marglaga og umræðuverð kvikmynd. Colin Farrell ætti helst bara að halda sig við litlu myndirnar.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira