Færi með þrjá markverði á EM en Aron Rafn er ekki einn af þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki farið vel af stað með ÍBV. vísir/anton brink Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira