Dæmir sig sjálfur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2017 07:00 Kostulegt var að fylgjast með aðalfundi Dómarafélags Íslands í liðinni viku. Aðalumræðuefni fráfarandi formanns var „mjög svo neikvæð umræða um dómara”. Hann vísaði í setningarræðu í umfjöllun Fréttablaðsins um laun og eigin viðskipti dómara 2015 og 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins um launahækkanir hefðu verið rangar. „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkunum dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllunina sagði Skúli Magnússon þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara.” Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd blaðamanna tóku kæru Dómarafélagsins fyrir og úrskurðuðu báðar Fréttablaðinu í vil - hvorug fann nokkuð að fréttunum um málið. Engu er líkara en formaðurinn halli réttu máli vísvitandi - eða man hann ekki betur? Málflutningur af þessu tagi er dómurum ekki sæmandi, svo ekki sé nú talað um formann Dómarafélagsins. Næst vék formaðurinn máli sínu að umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafé dómara frá því í desember í fyrra. Hann talaði um þaulskipulagða aðgerð til að koma höggi á dómstóla: „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti.“ Svo bætti hann við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum bankans sem þeir áttu þessi hlutabréf í, og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. Fréttirnar byggðust á traustum gögnum. Þær voru fluttar í að minnsta kosti þremur miðlum, samt taldi formaðurinn nægja að nefna “þátt Fréttablaðsins". Efnislegar athugasemdir voru engar. Ekki þarf dómara til að dæma svona málfutning - hann dæmir sig sjálfur.Fjölmiðlarnir studdust við staðreyndir málsins, ekkert annað. Enginn dómur var felldur um hæfi dómara eða vanhæfi í dómsmálum, hvort þeir hefðu fylgt reglum um skráningar á hagsmunum eða hvort viðskiptavinir bankanna hefðu framið einhver lögbrot með því að taka út háa fjármuni rétt áður en það varð um seinan. Málin voru reifuð, eins og fjölmiðlum ber, og mismunandi sjónarmið komu fram. Nefna má hér, að fulltrúar fjölmiðlanna þriggja hafa verið kallaðir til Héraðssaksóknara sem vitni í máli sem snýr að gögnunum, sem þeir höfðu aðgang að. Hvergi hafa komið fram efasemdir um innihaldið. Þegar staðreyndir hitta menn illa fyrir er hollast að líta í eigin barm. Það á jafnt við um dómara og okkur hin. Formaður Dómarafélags Íslands eykur ekki veg dómarastéttarinnar með málflutningi af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Kostulegt var að fylgjast með aðalfundi Dómarafélags Íslands í liðinni viku. Aðalumræðuefni fráfarandi formanns var „mjög svo neikvæð umræða um dómara”. Hann vísaði í setningarræðu í umfjöllun Fréttablaðsins um laun og eigin viðskipti dómara 2015 og 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins um launahækkanir hefðu verið rangar. „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkunum dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllunina sagði Skúli Magnússon þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara.” Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd blaðamanna tóku kæru Dómarafélagsins fyrir og úrskurðuðu báðar Fréttablaðinu í vil - hvorug fann nokkuð að fréttunum um málið. Engu er líkara en formaðurinn halli réttu máli vísvitandi - eða man hann ekki betur? Málflutningur af þessu tagi er dómurum ekki sæmandi, svo ekki sé nú talað um formann Dómarafélagsins. Næst vék formaðurinn máli sínu að umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafé dómara frá því í desember í fyrra. Hann talaði um þaulskipulagða aðgerð til að koma höggi á dómstóla: „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti.“ Svo bætti hann við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum bankans sem þeir áttu þessi hlutabréf í, og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. Fréttirnar byggðust á traustum gögnum. Þær voru fluttar í að minnsta kosti þremur miðlum, samt taldi formaðurinn nægja að nefna “þátt Fréttablaðsins". Efnislegar athugasemdir voru engar. Ekki þarf dómara til að dæma svona málfutning - hann dæmir sig sjálfur.Fjölmiðlarnir studdust við staðreyndir málsins, ekkert annað. Enginn dómur var felldur um hæfi dómara eða vanhæfi í dómsmálum, hvort þeir hefðu fylgt reglum um skráningar á hagsmunum eða hvort viðskiptavinir bankanna hefðu framið einhver lögbrot með því að taka út háa fjármuni rétt áður en það varð um seinan. Málin voru reifuð, eins og fjölmiðlum ber, og mismunandi sjónarmið komu fram. Nefna má hér, að fulltrúar fjölmiðlanna þriggja hafa verið kallaðir til Héraðssaksóknara sem vitni í máli sem snýr að gögnunum, sem þeir höfðu aðgang að. Hvergi hafa komið fram efasemdir um innihaldið. Þegar staðreyndir hitta menn illa fyrir er hollast að líta í eigin barm. Það á jafnt við um dómara og okkur hin. Formaður Dómarafélags Íslands eykur ekki veg dómarastéttarinnar með málflutningi af þessu tagi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun