Það verður allt í lagi með okkur Magnús Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 10:30 Syndafallið, bókarkápa Bækur Syndafallið Mikael Torfason Útgefandi: Sögur Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Síðufjöldi: 254 Kápuhönnun: Jón Óskar Syndafallið eftir Mikael Torfason er annar hluti þess sem helst má kalla fjölskyldusögu fremur en ævisögu höfundar, en fyrsti hlutinn, Týnd í Paradís, kom út fyrir tveimur árum. Þungamiðja Syndafallsins liggur í veikindum og andláti föður Mikaels, Torfa Geirmundsonar hárgreiðslumeistara, en það var þó ekki upplegg höfundar í fyrstu. „Ég hef verið að skrifa þessa sögu mína í mörg ár og var í miðjum klíðum að skrifa bók um okkur mömmu þegar pabbi kom gulur heim frá Taílandi og ruddist inn á síðurnar og tók yfir söguna.“ (Bls. 134) Það er ekki laust við að þetta sé ekki aðeins lýsandi fyrir Syndafallið heldur einnig líf Mikaels eins og því er lýst í sögunni, allt frá barnæsku til dagsins í dag. Endurlit Mikaels yfir æsku sína og sinna er öll lituð sterkum litum af föður hans og ákvörðunum hans í lífinu. Þremur hjónaböndum, drykkjuskap og háspenntu, ábyrgðarlausu líferni en líka lífsþorsta, gleði og ástríðu. Torfi virðist hafa lifað fyrirferðarmiklu og óneitanlega frekar sjálfhverfu lífi en ekkert hefur þó vantað upp á bæði persónutöfra og ómældan dugnað. Minna fer fyrir móður Mikaels í frásögninni þrátt fyrir langvinn veikindi hennar og raunir enda hverfist frásögnin eins og áður sagði fyrst og síðast um Torfa og Mikael. Þetta skrautlega líf Torfa – eitthvað verður maður að kalla alla þessa vitleysu – og tætingsleg æskuár Mikaels eru vissulega rauði þráðurinn sem gengur í gegnum verkið allt. Það sem er þó ekki síður forvitnilegt er hvernig Mikael nálgast þetta verkefni af ákveðinni fjarlægð þess sem rannsakar eins og blaðamaður hvað gerðist og hvers vegna. Stíllinn er afdráttarlaus og auðlæsilegur, kaflarnir að sama skapi stuttir og aðgengilegir og heildaruppbyggingin í raun spennandi þó svo lesandinn viti vel hvernig fer að lokum. Fyrir lesandann er líka skemmtilegt að sveiflast með höfundinum í afstöðunni til persónanna, einkum foreldra Mikaels, sem á stundum virðist ósáttur en leggur þá fram afdráttarlausar yfirlýsingar um ást og aðdáun þrátt fyrir allt ruglið. Í þessu eru fólgnar áhugaverðar pælingar um mörkin á milli ástar og meðvirkni, fyrirgefningar og ábyrgðar og í raun sitthvað fleira sem margir þekkja úr sínu daglega lífi og þá ekki síst fjölskylduböndum. Þessi blaðamannslega nálgun Mikaels hefur þá kosti að frásögnin heldur fínum dampi og er öll áhugaverð enda snertir hún á mörgum flötum mannlífsins auk þess að fjalla um líf persónanna. Á stundum finnst manni þó að það hefði mátt dvelja aðeins meira í líðandi stundu. Leyfa sér eilítið meiri mýkt, tilfinningar og ljóðrænu því á stöku stað sýnir Mikael að það er eitthvað sem hann hefur vel á valdi sínu. Eitt besta dæmið er líklega sannfæringin sem merki Barnaspítala Hringsins veitir höfundi um að það verði þrátt fyrir allt ruglið allt í lagi með þessa brotnu fjölskyldu. „Það verður allt í lagi með okkur.“ (Bls. 184)Niðurstaða: Syndafallið er í senn kraftmikið uppgjör og einlæg ástarjátning höfundar til breyskra en afar forvitnilegra persóna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember. Bókmenntir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Syndafallið Mikael Torfason Útgefandi: Sögur Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Síðufjöldi: 254 Kápuhönnun: Jón Óskar Syndafallið eftir Mikael Torfason er annar hluti þess sem helst má kalla fjölskyldusögu fremur en ævisögu höfundar, en fyrsti hlutinn, Týnd í Paradís, kom út fyrir tveimur árum. Þungamiðja Syndafallsins liggur í veikindum og andláti föður Mikaels, Torfa Geirmundsonar hárgreiðslumeistara, en það var þó ekki upplegg höfundar í fyrstu. „Ég hef verið að skrifa þessa sögu mína í mörg ár og var í miðjum klíðum að skrifa bók um okkur mömmu þegar pabbi kom gulur heim frá Taílandi og ruddist inn á síðurnar og tók yfir söguna.“ (Bls. 134) Það er ekki laust við að þetta sé ekki aðeins lýsandi fyrir Syndafallið heldur einnig líf Mikaels eins og því er lýst í sögunni, allt frá barnæsku til dagsins í dag. Endurlit Mikaels yfir æsku sína og sinna er öll lituð sterkum litum af föður hans og ákvörðunum hans í lífinu. Þremur hjónaböndum, drykkjuskap og háspenntu, ábyrgðarlausu líferni en líka lífsþorsta, gleði og ástríðu. Torfi virðist hafa lifað fyrirferðarmiklu og óneitanlega frekar sjálfhverfu lífi en ekkert hefur þó vantað upp á bæði persónutöfra og ómældan dugnað. Minna fer fyrir móður Mikaels í frásögninni þrátt fyrir langvinn veikindi hennar og raunir enda hverfist frásögnin eins og áður sagði fyrst og síðast um Torfa og Mikael. Þetta skrautlega líf Torfa – eitthvað verður maður að kalla alla þessa vitleysu – og tætingsleg æskuár Mikaels eru vissulega rauði þráðurinn sem gengur í gegnum verkið allt. Það sem er þó ekki síður forvitnilegt er hvernig Mikael nálgast þetta verkefni af ákveðinni fjarlægð þess sem rannsakar eins og blaðamaður hvað gerðist og hvers vegna. Stíllinn er afdráttarlaus og auðlæsilegur, kaflarnir að sama skapi stuttir og aðgengilegir og heildaruppbyggingin í raun spennandi þó svo lesandinn viti vel hvernig fer að lokum. Fyrir lesandann er líka skemmtilegt að sveiflast með höfundinum í afstöðunni til persónanna, einkum foreldra Mikaels, sem á stundum virðist ósáttur en leggur þá fram afdráttarlausar yfirlýsingar um ást og aðdáun þrátt fyrir allt ruglið. Í þessu eru fólgnar áhugaverðar pælingar um mörkin á milli ástar og meðvirkni, fyrirgefningar og ábyrgðar og í raun sitthvað fleira sem margir þekkja úr sínu daglega lífi og þá ekki síst fjölskylduböndum. Þessi blaðamannslega nálgun Mikaels hefur þá kosti að frásögnin heldur fínum dampi og er öll áhugaverð enda snertir hún á mörgum flötum mannlífsins auk þess að fjalla um líf persónanna. Á stundum finnst manni þó að það hefði mátt dvelja aðeins meira í líðandi stundu. Leyfa sér eilítið meiri mýkt, tilfinningar og ljóðrænu því á stöku stað sýnir Mikael að það er eitthvað sem hann hefur vel á valdi sínu. Eitt besta dæmið er líklega sannfæringin sem merki Barnaspítala Hringsins veitir höfundi um að það verði þrátt fyrir allt ruglið allt í lagi með þessa brotnu fjölskyldu. „Það verður allt í lagi með okkur.“ (Bls. 184)Niðurstaða: Syndafallið er í senn kraftmikið uppgjör og einlæg ástarjátning höfundar til breyskra en afar forvitnilegra persóna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember.
Bókmenntir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira