Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 13:32 Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Vísir/Ernir Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Sagt upp vegna ásakanaVísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu Eysteinsdóttir leikhússtjóra né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Sagt upp vegna ásakanaVísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu Eysteinsdóttir leikhússtjóra né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00