Geely kaupir 5% hlutabréfa í Daimler Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 10:13 Geely er nú orðinn þriðji stærsti eigandinn í Daimler. Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem á Volvo, Lotus og London Taxi Company hefur enn aukið við áhrif sín í evrópskri bílaframleiðslu því í síðustu viku keypti fyrirtækið 5% hlutabréfa í Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Fyrir það greiddi Geely 4,7 milljarða evra, eða 585 milljarða króna. Geely er fyrir vikið orðið þriðji stærsti eigandi í Daimler. Til samanburðar borgaði Geely aðeins 1,8 milljarða evra fyrir Volvo árið 2010 þegar fyrirtækið eignaðist Volvo að öllu leiti. Geely er einnig eigandi bílaframleiðandans Lynk & Co og er eru bílar þess eru þróaðir með tækni frá Volvo. Geely er þekkt fyrir að eftirláta þeim bílafyrirtækjum sem það kaupir að þróa áfram bíla sína sjálfum og treystir þeim alfarið fyrir eigin velgengni án þess að þá skorti fjármagn til þróunarinnar. Geely hefur einnig fjárfest mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur reist eigin rafhlöðuverksmiðju. Hvað þessi fjárfesting í Daimler mun þýða fyrir þróun annarra bílafyrirtækja í eigu Geely er óvíst, en víst er að þessi kaup Geely á stórum hlut í Daimler er forvitnileg og áhugaverð. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem á Volvo, Lotus og London Taxi Company hefur enn aukið við áhrif sín í evrópskri bílaframleiðslu því í síðustu viku keypti fyrirtækið 5% hlutabréfa í Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Fyrir það greiddi Geely 4,7 milljarða evra, eða 585 milljarða króna. Geely er fyrir vikið orðið þriðji stærsti eigandi í Daimler. Til samanburðar borgaði Geely aðeins 1,8 milljarða evra fyrir Volvo árið 2010 þegar fyrirtækið eignaðist Volvo að öllu leiti. Geely er einnig eigandi bílaframleiðandans Lynk & Co og er eru bílar þess eru þróaðir með tækni frá Volvo. Geely er þekkt fyrir að eftirláta þeim bílafyrirtækjum sem það kaupir að þróa áfram bíla sína sjálfum og treystir þeim alfarið fyrir eigin velgengni án þess að þá skorti fjármagn til þróunarinnar. Geely hefur einnig fjárfest mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur reist eigin rafhlöðuverksmiðju. Hvað þessi fjárfesting í Daimler mun þýða fyrir þróun annarra bílafyrirtækja í eigu Geely er óvíst, en víst er að þessi kaup Geely á stórum hlut í Daimler er forvitnileg og áhugaverð.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent