Leiðtogakjör í Suður-Afríku í skugga þráláts orðróms um atkvæðakaup Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 14:32 Nkosazana Dlamini-Zuma og Cyril Ramaphosa ræða saman. Myndin er tekin árið 2015. Vísir/AFP Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News Suður-Afríka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News
Suður-Afríka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira