Eðalmygla og ofurhetjur 12. desember 2017 10:00 Ásmundur Helgason, eigandi Drápu, kynnir tvær spennandi bækur í jólapakkann, Litlu vínbókina og Handbók fyrir ofurhetjur. mynd/Anton Brink KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka. Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka.
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira