Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 20:12 Opinber fréttaveita Norður-Kóreu sendi þessa mynd frá sér um mánaðarmótin þar sem sjá má íbúa Pyongyang fagna tilraunaskoti sem framkvæmt var þann 29. nóvember. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún. Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún.
Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira