Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 16:19 Persónuafsláttur hækkar um 1,9 prósent í ársbyrjun. Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020. Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020.
Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira