Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2017 21:30 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að allt að 156 hvítabirnir verði veiddir á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00