Leita að flaki MH370 með aðstoð fjarstýrðra kafbáta Þórdís Valsdóttir skrifar 28. desember 2017 13:57 Vélin hvarf árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Myndin er af minnisvarða í Kuala Lumpur. Vísir/getty Leitað verður að nýju að farþegaþotu Malasya Airlines sem hvarf fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þetta kemur fram í frétt NRK. Malasíska flugvélin MH370 hvarf í mars árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð. Leit mun nú fara fram með aðstoð norska skipsins Seabed Constructor sem er í eigu Swire Seabed frá Bergen. Skipið er nú komið til borgarinnar Durban í Suður Afríku þar sem skipt verður um áhöfn og heldur svo af stað í átt að suður Indlandshafi til að hefja leit að flaki vélarinnar. Skipið mun nota sex fjarstýrða kafbáta sem gerðir voru af fyrirtækinu Kongsberg Maritime. Kafbátarnir geta farið niður á allt að 6 þúsund metra dýpi. Vélmennin munu vera stödd þrjú hvorum megin við skipið og þannig verður hægt að leita á stóru svæði á skömmum tíma. Bandaríska fyrirtækið Ocean Infinity stjórnar leitinni. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vinnu sína, en mun fá fundarlaun frá malasískum yfirvöldum ef flak vélarinnar finnst innan 90 daga. Fundarlaunin hljóða upp á 70 milljónir bandaríkjadala. Ástralskir rannsakendur skiluðu af sér lokaskýrslu til yfirvalda í Ástralíu í október síðastliðnum og sögðust miður sín yfir því að flugvélin hafi ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Leitað hafði verið á rúmlega 120 þúsund ferkílómetra svæði. Brak sem talið er vera úr MH370 hefur rekið á land á eyjum í Indlandshafi og á austurströnd Afríku. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Leitað verður að nýju að farþegaþotu Malasya Airlines sem hvarf fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þetta kemur fram í frétt NRK. Malasíska flugvélin MH370 hvarf í mars árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð. Leit mun nú fara fram með aðstoð norska skipsins Seabed Constructor sem er í eigu Swire Seabed frá Bergen. Skipið er nú komið til borgarinnar Durban í Suður Afríku þar sem skipt verður um áhöfn og heldur svo af stað í átt að suður Indlandshafi til að hefja leit að flaki vélarinnar. Skipið mun nota sex fjarstýrða kafbáta sem gerðir voru af fyrirtækinu Kongsberg Maritime. Kafbátarnir geta farið niður á allt að 6 þúsund metra dýpi. Vélmennin munu vera stödd þrjú hvorum megin við skipið og þannig verður hægt að leita á stóru svæði á skömmum tíma. Bandaríska fyrirtækið Ocean Infinity stjórnar leitinni. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vinnu sína, en mun fá fundarlaun frá malasískum yfirvöldum ef flak vélarinnar finnst innan 90 daga. Fundarlaunin hljóða upp á 70 milljónir bandaríkjadala. Ástralskir rannsakendur skiluðu af sér lokaskýrslu til yfirvalda í Ástralíu í október síðastliðnum og sögðust miður sín yfir því að flugvélin hafi ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Leitað hafði verið á rúmlega 120 þúsund ferkílómetra svæði. Brak sem talið er vera úr MH370 hefur rekið á land á eyjum í Indlandshafi og á austurströnd Afríku.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11