Ný nemakort Strætó veita aðgang að bílum Zipcar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 11:45 Nemakortið kostar 28.600 krónur. Strætó Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.
Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira