Bugatti framleiddi aðeins 70 Chiron í ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2017 13:29 Bugatti Chiron er 1.500 hestafla tryllitæki sem kemst langt yfir 400 km hraða. Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent
Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent