Einkaþjálfari Brady settur út í kuldann af Belichick Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 11:30 Alex Guerrero og Tom Brady ræða saman eftir einn af fjölmörgum sigurleikjum Patriots. Vísir/Getty Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar. NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar.
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira