Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 21:10 Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2016 að vera Assange í sendiráðinu jafnaðist á við ólöglega fangelsun. Vísir/AFP Yfirvöld Ekvador segja að vera Julian Assange í sendiráði þeirra í London geti ekki varað til lengdar. Hann hefur nú þegar haldið þar til í fimm og hálft ár. Utanríkisráðuneyti Ekvador segir að leita eigi til alþjóðlegra aðila til að leita lausna á málinu. Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. „Engin lausn mun finnast án alþjóðlegar samvinnu og samvinnu Bretlands, sem hefur einnig lýst yfir áhuga á að finna lausn,“ sagði María Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador í dag.Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2016 að vera Assange í sendiráðinu jafnaðist á við ólöglega fangelsun.Sjá einnig: Segja Assange í fangelsi án dóms og lagaJulian Assange, sem er 46 ára gamall og frá Ástralíu, stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Nú undanfarið er hann hvað þekktastur vegna leka tölvupósta frá landsnefnd Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Tölvupóstunum var stolið af tölvuþrjótum á vegum rússneska ríkisins. Ástralía Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Yfirvöld Ekvador segja að vera Julian Assange í sendiráði þeirra í London geti ekki varað til lengdar. Hann hefur nú þegar haldið þar til í fimm og hálft ár. Utanríkisráðuneyti Ekvador segir að leita eigi til alþjóðlegra aðila til að leita lausna á málinu. Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. „Engin lausn mun finnast án alþjóðlegar samvinnu og samvinnu Bretlands, sem hefur einnig lýst yfir áhuga á að finna lausn,“ sagði María Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador í dag.Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2016 að vera Assange í sendiráðinu jafnaðist á við ólöglega fangelsun.Sjá einnig: Segja Assange í fangelsi án dóms og lagaJulian Assange, sem er 46 ára gamall og frá Ástralíu, stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Nú undanfarið er hann hvað þekktastur vegna leka tölvupósta frá landsnefnd Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Tölvupóstunum var stolið af tölvuþrjótum á vegum rússneska ríkisins.
Ástralía Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira