Úlfar var kýldur fyrir að vera samkynhneigður: „Þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2018 15:06 Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag. Honum er brugðið en vonast til að atvikið verki sem vitundarvakning. Vísir/Úlfar viktor Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira