Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 13:22 Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira