„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:21 Veðurstofan varar við stormi á Suður og Suðausturlandi. Skjáskot/Veðurstofa „Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
„Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18