Bætir andann og heilsuna að sprikla saman í vinnunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. janúar 2018 14:00 Bjarni Már Ólafsson sjúkraþjálfari segir lífsnauðsynlegt að hreyfa sig. Mynd/Rafn Franklín Hrafnsson Bjarni Már Ólafsson sjúkraþjálfari segir hreyfingu lykilatriði fyrir heilsuna. Algengustu álagsmeiðslin sem hann fái inn vegna vinnu tengjast hálsi, herðum og baki. Fólk sitji of lengi í sömu stöðu. "Áður fyrr var eflaust meira um að fólk fyndi fyrir líkamlegum einkennum vegna erfiðisvinnu en nú vinna svo margir við tölvu að einkenni vegna slæmrar setstöðu eru gríðarlega algeng. Það sem ég verð helst var við í starfi mínu eru álagsmein sem tengjast slæmri, langvarandi vinnustöðu,“ segir Bjarni Már Ólafsson, sjúkraþjálfari. Ástæðuna segir hann líklega þá hversu lengi fólk er í sömu stöðu við vinnuna. „Hinn hefðbundni skrifstofustarfsmaður situr í 8 klukkustundir í sömu stöðunni með stuttum hléum og pásurnar sennilega oftast nýttar til þess að fara og setjast einhvers staðar annars staðar,“ segir Bjarni Már. „Algengustu einkennin sem koma inn á borð til mín og tengjast vinnu eru frá hálsi, herðum og baki. Þá athugum við vinnustellingar og hvort það sé hægt að stilla stólinn, borðið og annað sem tengist vinnustöðum þannig að líkamsbeitingin sé sem best við vinnuna. Það er auðvitað lykilatriði að kyrrsetufólk sinni líkamanum með hreyfingu utan vinnutíma en það kemur ekki í veg fyrir að einkenni komi fram fyrr eða síðar ef vinnustaða er slæm.“Fá sjúkraþjálfara á vinnustaðinnVíða má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að stilla stóla og skrifborð og þá segir Bjarni nokkuð algengt að fyrirtæki fái sjúkraþjálfara til að gera úttekt á aðstöðunni og hjálpa starfsmönnum að laga hana að þeirra þörfum. Annað álag en líkamlegt hafi einnig sitt að segja. „Streita spilar inn í líkamleg einkenni. Ef það er pressa á fólk að skila af sér vinnu er líklegra að það gleymi að huga að líkamsstöðu, gleymi að standa upp til að hreyfa sig. Andlegt álag getur aukið vöðvaspennu og þreytu og síspenntir vöðvar valda einkennum sem flestir kalla vöðvabólgu. Þreytan getur dregið úr einbeitingu og hægt á viðbrögðum sem við þurfum kannski á að halda við líkamlega vinnu,“ segir Bjarni. Til að fyrirbyggja eða draga úr álagseinkennum þurfi því að huga að vinnuaðstöðunni en einnig að stunda reglulega hreyfingu. „Við þurfum að koma blóðflæði um vöðvana sem hafa verið síspenntir við vinnu dagsins. Styrktaræfingar og réttar teygjuæfingar geta hjálpað okkur að viðhalda góðri líkamsstöðu. Við tölvuvinnu er til dæmis algengt að axlir verði framdregnar og brjóstbakið hokið og ein vörn við því er að styrkja vöðva í brjóstbaki og teygja á brjóstvöðvum. Ég held að flestir átti sig á því að líkaminn er ekki byggður til þess að sitja eða liggja 24 tíma sólarhringsins. Því er eins gott að vinna á móti kyrrstöðunni með hreyfingu.“Líkamsrækt í vinnunni„Vinnuveitendur ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að starfsmenn geti fléttað hreyfingu og líkamsrækt inn í vinnudaginn. Eitt atriði sem ég er mjög hrifinn af er að hvetja fólk og auðvelda því að geta hjólað eða gengið til vinnu. Þá þarf að vera góð aðstaða fyrir fólk að geyma hjól og helst þyrfti aðstöðu með sturtu og skápum. Svo er frábært þegar starfsmönnum er boðið upp á aðstöðu til að stunda líkamsrækt á vinnustaðnum. Ég sjálfur sé um stöðvaþjálfun fyrir starfsmenn Samskipa þriðja veturinn í röð. Ég fer á staðinn í hádeginu þrisvar sinnum í viku og set upp stöðvahring og leiðbeini fólki við æfingar í ágætlega útbúnum íþróttasal fyrirtækisins. Tvo daga vikunnar kemur jógakennari á staðinn og í annan tíma geta starfsmenn sjálfir farið í salinn. Allir græða á þessu, starfsmennirnir verða heilsuhraustari, skila eflaust betri vinnu yfir daginn og svo bætir þetta klárlega andann að hittast og sprikla saman í vinnunni.“ Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Bjarni Már Ólafsson sjúkraþjálfari segir hreyfingu lykilatriði fyrir heilsuna. Algengustu álagsmeiðslin sem hann fái inn vegna vinnu tengjast hálsi, herðum og baki. Fólk sitji of lengi í sömu stöðu. "Áður fyrr var eflaust meira um að fólk fyndi fyrir líkamlegum einkennum vegna erfiðisvinnu en nú vinna svo margir við tölvu að einkenni vegna slæmrar setstöðu eru gríðarlega algeng. Það sem ég verð helst var við í starfi mínu eru álagsmein sem tengjast slæmri, langvarandi vinnustöðu,“ segir Bjarni Már Ólafsson, sjúkraþjálfari. Ástæðuna segir hann líklega þá hversu lengi fólk er í sömu stöðu við vinnuna. „Hinn hefðbundni skrifstofustarfsmaður situr í 8 klukkustundir í sömu stöðunni með stuttum hléum og pásurnar sennilega oftast nýttar til þess að fara og setjast einhvers staðar annars staðar,“ segir Bjarni Már. „Algengustu einkennin sem koma inn á borð til mín og tengjast vinnu eru frá hálsi, herðum og baki. Þá athugum við vinnustellingar og hvort það sé hægt að stilla stólinn, borðið og annað sem tengist vinnustöðum þannig að líkamsbeitingin sé sem best við vinnuna. Það er auðvitað lykilatriði að kyrrsetufólk sinni líkamanum með hreyfingu utan vinnutíma en það kemur ekki í veg fyrir að einkenni komi fram fyrr eða síðar ef vinnustaða er slæm.“Fá sjúkraþjálfara á vinnustaðinnVíða má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að stilla stóla og skrifborð og þá segir Bjarni nokkuð algengt að fyrirtæki fái sjúkraþjálfara til að gera úttekt á aðstöðunni og hjálpa starfsmönnum að laga hana að þeirra þörfum. Annað álag en líkamlegt hafi einnig sitt að segja. „Streita spilar inn í líkamleg einkenni. Ef það er pressa á fólk að skila af sér vinnu er líklegra að það gleymi að huga að líkamsstöðu, gleymi að standa upp til að hreyfa sig. Andlegt álag getur aukið vöðvaspennu og þreytu og síspenntir vöðvar valda einkennum sem flestir kalla vöðvabólgu. Þreytan getur dregið úr einbeitingu og hægt á viðbrögðum sem við þurfum kannski á að halda við líkamlega vinnu,“ segir Bjarni. Til að fyrirbyggja eða draga úr álagseinkennum þurfi því að huga að vinnuaðstöðunni en einnig að stunda reglulega hreyfingu. „Við þurfum að koma blóðflæði um vöðvana sem hafa verið síspenntir við vinnu dagsins. Styrktaræfingar og réttar teygjuæfingar geta hjálpað okkur að viðhalda góðri líkamsstöðu. Við tölvuvinnu er til dæmis algengt að axlir verði framdregnar og brjóstbakið hokið og ein vörn við því er að styrkja vöðva í brjóstbaki og teygja á brjóstvöðvum. Ég held að flestir átti sig á því að líkaminn er ekki byggður til þess að sitja eða liggja 24 tíma sólarhringsins. Því er eins gott að vinna á móti kyrrstöðunni með hreyfingu.“Líkamsrækt í vinnunni„Vinnuveitendur ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að starfsmenn geti fléttað hreyfingu og líkamsrækt inn í vinnudaginn. Eitt atriði sem ég er mjög hrifinn af er að hvetja fólk og auðvelda því að geta hjólað eða gengið til vinnu. Þá þarf að vera góð aðstaða fyrir fólk að geyma hjól og helst þyrfti aðstöðu með sturtu og skápum. Svo er frábært þegar starfsmönnum er boðið upp á aðstöðu til að stunda líkamsrækt á vinnustaðnum. Ég sjálfur sé um stöðvaþjálfun fyrir starfsmenn Samskipa þriðja veturinn í röð. Ég fer á staðinn í hádeginu þrisvar sinnum í viku og set upp stöðvahring og leiðbeini fólki við æfingar í ágætlega útbúnum íþróttasal fyrirtækisins. Tvo daga vikunnar kemur jógakennari á staðinn og í annan tíma geta starfsmenn sjálfir farið í salinn. Allir græða á þessu, starfsmennirnir verða heilsuhraustari, skila eflaust betri vinnu yfir daginn og svo bætir þetta klárlega andann að hittast og sprikla saman í vinnunni.“
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira