Víkurbúar fylkja sér um breikkun þjóðvegarins Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Þjóðvegurinn klýfur þorpið en þar aka milljón bílar á ári. Vísir/Vilhelm „Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira